
Hér eru rannsóknir þar sem rannsökuð hafa verið áhrif farsímageislunar á fólk.
Við hverja rannsókn er krækja sem vísar á upprunarannsókn hjá viðkomandi rannsóknarstofnun sem gerði rannsóknina. Að auki er hægt að hlaða rannsókninni beint niður af síðunni skyldi krækjunni hafa verið breytt eða hún dottið úr gildi.
Frönsk rannsókn, CERENAT-rannsóknin, útgefin 2014 þar sem rannökuð tengsl krabbameins og mikillar farsímanotkunar. Sjá í fréttaflipa þar er stutt kynningarmyndband um rannsókna
Rannsókn sem leiðir í ljós að geislaóþol hefur ekki sálrænar orsakir.
Eftirlit með hjartastarfsemi fólks sem var útsett fyrir geislun frá þráðlausum síma án þeirra vitneskju sýndi fram á að hjá sumum einstaklingum urðu breitingar á hjartastarfsemi.
Krabbameinstilfellum fjölgar til muna í nágrenni farsímamastra– nýlegar rannsóknir staðfesta krabbameinsáhættu. Farsímageislun hefur hingað til verið flokkuð hjá WHO sem „mögulega krabbameinsvaldandi“, eins og útblástur bíla og hið löngu bannaða skordýraeitur DDT. Niðurstöður nýjustu rannsókna bandarísku NTP, ítölsku Ramazzini og austurrísku AUVA-rannsóknanna eru ótvíræðar: Farsímageislun veldur krabbameini.